Norræn lögfræðingaþing eru haldin þriðja hvert ár og skiptast ríkin á að halda mótin. Mótið 2014 verður í Ósló og mótið 2017 í Finnlandi.

Ólíkt mörgum öðrum ráðstefnum eru þingin almenn, þannig að reynt er að hafa fyrirlestra og málstofur af sem flestum sviðum lögfræðinnar. Þetta verður til þess að breiðari hópur sækir þingin en ráðstefnur um einstök efni innan lögfræði.

Íslendingar hafa tekið þátt í norrænu lögfræðingaþingunum frá árinu 1919. Mótin hafa haft áhrif á lög og lögfræði hér á landi og margir íslenskir lögfræðingar hafa eignast þar góða vini sem þeir jafnvel hitta mót eftir mót.